Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2020 20:12 Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31