Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 08:53 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. EPA/ROMAN PILIPEY Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum. Bandaríkin Kína Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum.
Bandaríkin Kína Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira