Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. janúar 2020 19:45 Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10