Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 13:10 Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Vísir/birgir Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07