39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Jóhann K. Jóhannsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. janúar 2020 20:48 Snjóbílar Hjálparsveitar skáta á leið úr Reykjavík í kvöld. vísir/jói k. Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira