Ísland er með Ungverjalandi í riðli á EM í handbolta sem hefst í lok næstu viku en Ungverjar eru líkt og Íslendingar í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið og mættu Tékkum í vináttuleik á heimavelli í dag.
Ungverjar eru með firnasterkt lið og þeir áttu ekki í miklum vandræðum með Tékka en staðan í leikhléi var 14-10 fyrir heimamönnum.
Fór að lokum svo að þeir unnu þriggja marka sigur, 27-24.
Balog Zsolt og Szita Zoltan voru atkvæðamestir í liði Ungverja með fjögur mörk hvor.
Ungverjaland mætir Íslandi í þriðju umferð riðilsins sem jafnframt er lokaumferðin en auk þeirra eru Danmörk og Rússland í riðli Íslands.
Ungverjar lögðu Tékka örugglega
