Gera óspart grín að herbúningi geimhersins: „Hafa þeir aldrei séð geiminn áður?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 22:24 Þetta finnst netverjum fyndið. Mynd/Bandaríski geimherinn Yfirmenn bandaríska geimhersins hafa staðið í ströngu við að verja litavalið á einkennisbúningi nýjustu herdeildar Bandaríkjahers. Netverjar hafa gert miskunnarlist grín að litavalinu. Búningarnir eru í raun ekki mjög frábrugnir öðrum herbúningum. Eru þeir í hefðbundnum felulitum og bera þeir merki geimhersins, sem stofnaður var fyrir skömmu síðan. The first #SpaceForce utility uniform nametapes have touched down in the Pentagon. @EsperDoD@SecAFOfficial@SpaceForceCSO@GenDaveGoldfein@DeptofDefense@usairforcepic.twitter.com/Jvzt5bvNl7— United States Space Force (@SpaceForceDoD) January 18, 2020 Netverjar hafa hins vegar keppst við að benda á það að felulitirnir, jarðarlitir á borð við brúnan og grænan, muni varla þjóna tilgangi út í hinum kolsvarta geimi. „Hafa þeir aldrei séð geiminn áður,“ spyr einn Twitter-notandi en BBC hefur tekið saman viðbrögð netverja vegna málsins. Annar benti á muninn á felulitunum sem valdir voru og hinum ríkjandi lit í geimnum, sem er auðvitað kolsvartur. Felulitaðir búningar eiga að þjóna þeim tilgangi að auðvelda þeim sem klæðast þeim að falla betur að umhverfinu. I know this is hard to understand, but on the left there is a picture of camouflage and on the right there is a picture of space. Study these carefully until you can see the difference. pic.twitter.com/7HhAeHRyrm— JRehling (@JRehling) January 18, 2020 Geimherinn hefur bent á að verið sé að endurnýta búninga annarra deilda bandaríska hersins til þess að spara peninga. Þá muni búningarnir nýtast vel þegar geimhermenn séu að störfum ásamt öðrum hermönnum á jörðu niðri. Þessar skýringar gerðu lítið til að draga úr gríninu en nokkur dæmi má sjá hér að neðan. How many trees are you expecting to find in space— James Felton (@JimMFelton) January 18, 2020 In space, no one can hear you be ridiculous. https://t.co/ZFJd6ofD41— Craig Mazin (@clmazin) January 18, 2020 Really disappointed with the green. Surely a pattern like this would have given more camouflage in space. https://t.co/A1eAJkSk1epic.twitter.com/7lUGAyRqTD— Richard Chambers (@newschambers) January 18, 2020 Bandaríkin Geimurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO sagt stefna að því að viðurkenna geimhernað Með þessu er talið að NATO vilji sannfæra Trump um mikilvægi bandalagsins. 21. júní 2019 17:10 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Yfirmenn bandaríska geimhersins hafa staðið í ströngu við að verja litavalið á einkennisbúningi nýjustu herdeildar Bandaríkjahers. Netverjar hafa gert miskunnarlist grín að litavalinu. Búningarnir eru í raun ekki mjög frábrugnir öðrum herbúningum. Eru þeir í hefðbundnum felulitum og bera þeir merki geimhersins, sem stofnaður var fyrir skömmu síðan. The first #SpaceForce utility uniform nametapes have touched down in the Pentagon. @EsperDoD@SecAFOfficial@SpaceForceCSO@GenDaveGoldfein@DeptofDefense@usairforcepic.twitter.com/Jvzt5bvNl7— United States Space Force (@SpaceForceDoD) January 18, 2020 Netverjar hafa hins vegar keppst við að benda á það að felulitirnir, jarðarlitir á borð við brúnan og grænan, muni varla þjóna tilgangi út í hinum kolsvarta geimi. „Hafa þeir aldrei séð geiminn áður,“ spyr einn Twitter-notandi en BBC hefur tekið saman viðbrögð netverja vegna málsins. Annar benti á muninn á felulitunum sem valdir voru og hinum ríkjandi lit í geimnum, sem er auðvitað kolsvartur. Felulitaðir búningar eiga að þjóna þeim tilgangi að auðvelda þeim sem klæðast þeim að falla betur að umhverfinu. I know this is hard to understand, but on the left there is a picture of camouflage and on the right there is a picture of space. Study these carefully until you can see the difference. pic.twitter.com/7HhAeHRyrm— JRehling (@JRehling) January 18, 2020 Geimherinn hefur bent á að verið sé að endurnýta búninga annarra deilda bandaríska hersins til þess að spara peninga. Þá muni búningarnir nýtast vel þegar geimhermenn séu að störfum ásamt öðrum hermönnum á jörðu niðri. Þessar skýringar gerðu lítið til að draga úr gríninu en nokkur dæmi má sjá hér að neðan. How many trees are you expecting to find in space— James Felton (@JimMFelton) January 18, 2020 In space, no one can hear you be ridiculous. https://t.co/ZFJd6ofD41— Craig Mazin (@clmazin) January 18, 2020 Really disappointed with the green. Surely a pattern like this would have given more camouflage in space. https://t.co/A1eAJkSk1epic.twitter.com/7lUGAyRqTD— Richard Chambers (@newschambers) January 18, 2020
Bandaríkin Geimurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO sagt stefna að því að viðurkenna geimhernað Með þessu er talið að NATO vilji sannfæra Trump um mikilvægi bandalagsins. 21. júní 2019 17:10 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
NATO sagt stefna að því að viðurkenna geimhernað Með þessu er talið að NATO vilji sannfæra Trump um mikilvægi bandalagsins. 21. júní 2019 17:10