Disney tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:17 Flestir þekkja merki 20th Century Fox. getty/Gabe Ginsberg Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka „Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch. Bandarískir miðlar hafa ýjað að því að Disney vilji ekki vera tengt Fox News sem er í eigu Murdoch, og er alla jafna talið mjög hægri sinnaður fjölmiðill. Disney hefur þó ekki sagt ástæðuna bak við ákvörðunina. Disney keypti kvikmyndaverið í mars síðastliðnum fyrir 71 milljarða Bandaríkjadala, sem eru rúmir 8.827 milljarðar íslenskra króna. Kvikmyndaverið 20th Century Fox er þekkt fyrir að hafa framleitt margar stærstu og þekktustu kvikmyndir allra tíma, þar á meðal Avatar og Titanic. Rupert Murdoch átti kvikmyndaverið 20th Century Fox áður en Disney keypti það.epa/ANDREW GOMBERT Samkvæmt tímaritinu Variety, sem sagði fyrst frá nafnabreytingunum, sagði heimildarmaður í samtali við það að Fox væri tengt Murdock og það væri talið neikvætt. Hollywood er einnig þekkt fyrir að vera nokkuð frjálslynt, ólíkt ástralska auðjöfrinum. Disney endurnefndi einnig Fox Searchlight Pictures, annað kvikmyndaver sem var í eigu Murdoch, og heitir það núna Searchlight Pictures. Þá var netföngum starfsmanna breytt á föstudag, úr @fox.com í @20thcenturystudios.com og @searchlight.com. 20th Century Fox var stofnað árið 1935 þegar kvikmyndaverin 20th Century og Fox Film voru sameinuð. Félag Rupert Murdoch, News Corporation, festi kaup á kvikmyndaverinu um miðjan níunda áratuginn og fréttastofa Fox var stofnuð 1996 og varð fljótt sú sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna sem mest er horft á. News Corporation var síðar skipt upp í News Corp og 21st Century Fox, sem Disney keypti síðar. Disney Hollywood Tengdar fréttir Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30 Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka „Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch. Bandarískir miðlar hafa ýjað að því að Disney vilji ekki vera tengt Fox News sem er í eigu Murdoch, og er alla jafna talið mjög hægri sinnaður fjölmiðill. Disney hefur þó ekki sagt ástæðuna bak við ákvörðunina. Disney keypti kvikmyndaverið í mars síðastliðnum fyrir 71 milljarða Bandaríkjadala, sem eru rúmir 8.827 milljarðar íslenskra króna. Kvikmyndaverið 20th Century Fox er þekkt fyrir að hafa framleitt margar stærstu og þekktustu kvikmyndir allra tíma, þar á meðal Avatar og Titanic. Rupert Murdoch átti kvikmyndaverið 20th Century Fox áður en Disney keypti það.epa/ANDREW GOMBERT Samkvæmt tímaritinu Variety, sem sagði fyrst frá nafnabreytingunum, sagði heimildarmaður í samtali við það að Fox væri tengt Murdock og það væri talið neikvætt. Hollywood er einnig þekkt fyrir að vera nokkuð frjálslynt, ólíkt ástralska auðjöfrinum. Disney endurnefndi einnig Fox Searchlight Pictures, annað kvikmyndaver sem var í eigu Murdoch, og heitir það núna Searchlight Pictures. Þá var netföngum starfsmanna breytt á föstudag, úr @fox.com í @20thcenturystudios.com og @searchlight.com. 20th Century Fox var stofnað árið 1935 þegar kvikmyndaverin 20th Century og Fox Film voru sameinuð. Félag Rupert Murdoch, News Corporation, festi kaup á kvikmyndaverinu um miðjan níunda áratuginn og fréttastofa Fox var stofnuð 1996 og varð fljótt sú sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna sem mest er horft á. News Corporation var síðar skipt upp í News Corp og 21st Century Fox, sem Disney keypti síðar.
Disney Hollywood Tengdar fréttir Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30 Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. 15. nóvember 2019 09:30
Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. 31. ágúst 2019 11:00
Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36