„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 11:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels