Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 21:30 Bæirnir Kollavík og Borgir eru við Kollavíkurvatn. Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira