Afdrifarík strategísk mistök Kristján Guy Burgess skrifar 11. janúar 2020 09:00 Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Íran Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun