Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 09:12 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum þar sem segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts.Nú sé hins vegar svo komið að lítill rekstrargrundvöllur sé fyrir þessari þjónustu þar sem bréfum hafi fækkað svo mikið að oft fari bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf.Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu, að því er segir í tilkynningunni. Uppsagnirnar tilkynntar til Vinnumálastofnunar Þessi breyting mun hafa áhrif á um fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins en í tilkynningunni segir að mögulegt sé að færa um tíu starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins.Íslandspóstur „Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag og er þar um að ræða starfsmenn í flokkun og dreifingu á svæðinu sem um ræðir. Rætt verður við þá starfsmenn sem missa vinnuna í dag en ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum,“ segir í tilkynningunni.Þeim starfsmönnum sem missa vinnuna verður boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli, að því er segir í tilkynningu frá Póstinum.„Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Póstsins, í tilkynningunni. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum þar sem segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts.Nú sé hins vegar svo komið að lítill rekstrargrundvöllur sé fyrir þessari þjónustu þar sem bréfum hafi fækkað svo mikið að oft fari bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf.Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu, að því er segir í tilkynningunni. Uppsagnirnar tilkynntar til Vinnumálastofnunar Þessi breyting mun hafa áhrif á um fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins en í tilkynningunni segir að mögulegt sé að færa um tíu starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins.Íslandspóstur „Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag og er þar um að ræða starfsmenn í flokkun og dreifingu á svæðinu sem um ræðir. Rætt verður við þá starfsmenn sem missa vinnuna í dag en ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum,“ segir í tilkynningunni.Þeim starfsmönnum sem missa vinnuna verður boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli, að því er segir í tilkynningu frá Póstinum.„Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Póstsins, í tilkynningunni.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31
Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45
Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05