Snjókorn falla Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2020 07:00 Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Verslun Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun