Snjókorn falla Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2020 07:00 Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Verslun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar