Nýjar reglur á landamærunum „algjört rothögg“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 16:03 Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Hótel Sögu. Vísir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“