Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 06:30 Frá flugvellinum í San Fransisco. vísir/Epa Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira