Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2020 09:02 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá bandalaginu segir nauðsynlegt sé að grunnupphæð atvinnuleysisbóta verði hækkuð, þar sem venjulegar fullar atvinnuleysisbætur séu nú 289.510 krónur. „Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 456.404 kr. á mánuði en réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils. BHM skorar á stjórnvöld að hækka þetta hámark og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta í 6 mánuði til að bæta afkomuöryggi atvinnulausra á næstu misserum.” Gert kleift að stunda nám Bandalagið telur sömuleiðis að mikilvægt sé að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám á næstu misserum án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Einnig sé brýnt að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að tryggja listafólki framfærslu en faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi kippt fótunum undan afkomu þessa hóps. 4.500 háskólamenntaðir án vinnu Bent er á að meira en 4.500 háskólamenntaðir einstaklingar séu án atvinnu eða um 85 prósent fleiri en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2009. „Háskólamenntað fólk sem verður fyrir því að missa vinnuna um þessar mundir verður fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, samkvæmt útreikningum BHM. Sé litið á einfaldan samanburð milli meðaltals heildarlauna í starfi og atvinnuleysisbóta má sjá að háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna. Jafngildir það um um 55% tekjuskerðingu að meðaltali á ársgrundvelli,” segir í tilkynningunni frá BHM. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá bandalaginu segir nauðsynlegt sé að grunnupphæð atvinnuleysisbóta verði hækkuð, þar sem venjulegar fullar atvinnuleysisbætur séu nú 289.510 krónur. „Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 456.404 kr. á mánuði en réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils. BHM skorar á stjórnvöld að hækka þetta hámark og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta í 6 mánuði til að bæta afkomuöryggi atvinnulausra á næstu misserum.” Gert kleift að stunda nám Bandalagið telur sömuleiðis að mikilvægt sé að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám á næstu misserum án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Einnig sé brýnt að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að tryggja listafólki framfærslu en faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi kippt fótunum undan afkomu þessa hóps. 4.500 háskólamenntaðir án vinnu Bent er á að meira en 4.500 háskólamenntaðir einstaklingar séu án atvinnu eða um 85 prósent fleiri en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2009. „Háskólamenntað fólk sem verður fyrir því að missa vinnuna um þessar mundir verður fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, samkvæmt útreikningum BHM. Sé litið á einfaldan samanburð milli meðaltals heildarlauna í starfi og atvinnuleysisbóta má sjá að háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna. Jafngildir það um um 55% tekjuskerðingu að meðaltali á ársgrundvelli,” segir í tilkynningunni frá BHM.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira