Basti: Þetta er pínu súrsætt Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 15. febrúar 2020 18:15 Basti í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45