Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 20:00 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar. Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar.
Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira