Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2020 07:00 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira