Seinni bylgjan: „Ásgeir Örn hvorki fugl né fiskur í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15
Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50
Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15