Treystu sér ekki til að ala transbarn sitt upp í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 15:53 Magnús og Dagný segja Eyjar harðkjarnasamfélag og þau vildu ekki hætta á að ala Alex son sinn upp þar. Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00