„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:40 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu. Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu.
Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“