Tækifæri til hagræðingar Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 14:30 Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar