Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 11:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59