Góðar fyrirætlanir duga skammt Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 15:00 Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Agla Eir Vilhjálmsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar