Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Magdeburg.
Gísli gekk í raðir Magdeburg í janúar en meiddist illa á öxl í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Hann fór í aðgerð og leikur ekki meira með Magdeburg á tímabilinu.
Hafnfirðingurinn vonast til að vera klár í slaginn með Magdeburg fyrir næsta tímabil.
Gísli var á mála hjá Kiel í eitt og hálft tímabil en lék lítið vegna meiðsla.
Annar leikstjórnandi, Slóveninn Marko Bezjak, hefur einnig skrifað undir nýjan samning við Magdeburg.
SC Magdeburg bindet Gisli Kristjansson langfristig und verlängert mit Marko Bezjak
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 3, 2020
Alle Infos: https://t.co/peINsZeQrfpic.twitter.com/K0H7heQMAv
Magdeburg er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Erlangen í kvöld.