„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. ágúst 2020 18:44 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17