TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 11:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti TikTok-bannið í síðasta mánuði en það hefur verið harðlega gagnrýnt af eigendum og notendum forritsins. Getty/Nikolas Kokovlis Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“ Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12