Merkilegt að þurfa að „ýta við fólki reglulega“ Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 10:01 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“ Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira