Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2025 07:57 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rekið uppruna sinn. Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís. Frjósemi Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís.
Frjósemi Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira