Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 17:54 Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates. visir/vilhelm Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira