Óhefðbundinn þingstubbur hefst í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 06:47 Stjórnarþingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir lúta hér sóttvarnareglum í þingsal fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur aftur saman klukkan 10:30 í dag eftir sumarfrí. Um svokallað síðsumarsþing er að ræða, eða þingstubb, og ætlað er að það muni standa yfir í um viku. Við upphaf þingfundar í dag mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna. Eftir skýrsluumræðuna mun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu um breytta fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Þingið mun síðan ræða fjármálastefnuna og ýmis kórónuveirutengd mál næstu daga. Hnappar fluttir í hliðarsali Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerða í Alþingishúsinu svo að hægt sé að fylgja sóttvarnareglum. Til að mynda hefur var ákveðið að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð Alþingishússins sem ætlað er til þingfunda. Þá verða fundir nefnda alla jafna fjarfundir og gestir taka þátt í gegnum fjarfundabúnað. Í þingsal verða sæti fyrir 27 þingmenn og ráðherra. Aðrir ráðherrar og þingmenn fá sæti í hliðarsölum. Þá verður sú breyting að atkvæðagreiðsluhnappar þeirra þingmanna og ráðherra sem fá sæti í hliðarsölum verða fluttir á þau borð sem koma þar í þeirra hlut. Skjáir verða í hliðarsölum sem gerir þingmönnum, sem þar setjast, mögulegt að fylgjast með ræðum í salnum. Að síðsumarsþinginu loknu verður þingi slitið en setning 151. löggjafarþings verður síðar en almennt er gert ráð fyrir, eða 1. október Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Alþingi kemur aftur saman klukkan 10:30 í dag eftir sumarfrí. Um svokallað síðsumarsþing er að ræða, eða þingstubb, og ætlað er að það muni standa yfir í um viku. Við upphaf þingfundar í dag mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna. Eftir skýrsluumræðuna mun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu um breytta fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Þingið mun síðan ræða fjármálastefnuna og ýmis kórónuveirutengd mál næstu daga. Hnappar fluttir í hliðarsali Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerða í Alþingishúsinu svo að hægt sé að fylgja sóttvarnareglum. Til að mynda hefur var ákveðið að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð Alþingishússins sem ætlað er til þingfunda. Þá verða fundir nefnda alla jafna fjarfundir og gestir taka þátt í gegnum fjarfundabúnað. Í þingsal verða sæti fyrir 27 þingmenn og ráðherra. Aðrir ráðherrar og þingmenn fá sæti í hliðarsölum. Þá verður sú breyting að atkvæðagreiðsluhnappar þeirra þingmanna og ráðherra sem fá sæti í hliðarsölum verða fluttir á þau borð sem koma þar í þeirra hlut. Skjáir verða í hliðarsölum sem gerir þingmönnum, sem þar setjast, mögulegt að fylgjast með ræðum í salnum. Að síðsumarsþinginu loknu verður þingi slitið en setning 151. löggjafarþings verður síðar en almennt er gert ráð fyrir, eða 1. október
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira