Fjöldi salmonellusmita í íslenskum kjúklingabúum setji háa tolla í annað ljós Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 14:00 Ólafur Stephensen. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30