Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Ólafur Stephensen skrifar 2. september 2020 14:30 Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar