Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 12:04 Long March-2F eldflaug var notuð til að skjóta geimfarinu leynilega á loft. Þetta er ekki mynd frá því geimskoti. EPA/HOW HWEE YOUNG Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru. Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru.
Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20