Opið bréf til Þórólfs Bjarni Jónsson skrifar 9. september 2020 11:30 Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar