Orkujurtir - umhverfisvænir orkugjafar Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 09:00 Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd. Nýsköpun í landbúnaði Orkujurtirnar repja og nepja má rækta með góðum árangri víða um land og getur orðið góð viðbót sem nýsköpun í íslenskum landbúnaði og iðnaði. Ræktun orkujurta styður við landgræðslu og jarðvegsundirbúning fyrir aðra ræktun. Við ræktun og vinnslu þessara tegunda verða til þrjár afurðir; olía, fóðurmjöl og stönglar. Stönglarnir eru notaðir sem áburður og undir húsdýr, fóðurmjölið er próteinríkt og hentar vel fyrir nautgripi, svín og eldisfiska. Þá má nota olíuna sem vistvænan orkugjafa á vélar sem brenna dísilolíu. Þörf á efnahagslegum hvötum Síðastliðið haust flutti undirrituð ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins þingsályktunartillögu um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi. Með henni er Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu og sveitastjórnarráðherra falið að skipa starfshóp til að móta og hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um efnahagslegan hvata sem styrkja forsendur fyrir ræktun orkujurta. Þessi þingsályktunartillaga verður endurflutt á haustþingi. Betra fyrir efnahaginn og umhverfið Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og nýta frekar orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er aðili að Parísar sáttmálanum, samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og unnið er að því statt og stöðugt. Það mikið gleðiefni þegar ritað var undir viljayfirlýsingu í síðustu viku milli Samgöngustofu og ISAVIA um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Með samstarfi Samgöngustofu og ISAVIA er stigið mikilvægt skref í orkuskiptum með því að auka hlutdeild innlendra orkugjafa. Með sívaxandi umhverfisvitund og aukinni þekkingu á áhrifum brennslu jarðefnaeldsneytis á hlýnun jarðar hljótum við öll að vera sammála um að nýta umhverfisvæna og sjálfbæra orkugjafa, það er gott fyrir jörðina, landbúnaðinn og efnahaginn. Repjuræktun eflir sjálfbærni íslensk samfélags og styrkir íslenska atvinnuvegi. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd. Nýsköpun í landbúnaði Orkujurtirnar repja og nepja má rækta með góðum árangri víða um land og getur orðið góð viðbót sem nýsköpun í íslenskum landbúnaði og iðnaði. Ræktun orkujurta styður við landgræðslu og jarðvegsundirbúning fyrir aðra ræktun. Við ræktun og vinnslu þessara tegunda verða til þrjár afurðir; olía, fóðurmjöl og stönglar. Stönglarnir eru notaðir sem áburður og undir húsdýr, fóðurmjölið er próteinríkt og hentar vel fyrir nautgripi, svín og eldisfiska. Þá má nota olíuna sem vistvænan orkugjafa á vélar sem brenna dísilolíu. Þörf á efnahagslegum hvötum Síðastliðið haust flutti undirrituð ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins þingsályktunartillögu um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi. Með henni er Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu og sveitastjórnarráðherra falið að skipa starfshóp til að móta og hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um efnahagslegan hvata sem styrkja forsendur fyrir ræktun orkujurta. Þessi þingsályktunartillaga verður endurflutt á haustþingi. Betra fyrir efnahaginn og umhverfið Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og nýta frekar orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er aðili að Parísar sáttmálanum, samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og unnið er að því statt og stöðugt. Það mikið gleðiefni þegar ritað var undir viljayfirlýsingu í síðustu viku milli Samgöngustofu og ISAVIA um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Með samstarfi Samgöngustofu og ISAVIA er stigið mikilvægt skref í orkuskiptum með því að auka hlutdeild innlendra orkugjafa. Með sívaxandi umhverfisvitund og aukinni þekkingu á áhrifum brennslu jarðefnaeldsneytis á hlýnun jarðar hljótum við öll að vera sammála um að nýta umhverfisvæna og sjálfbæra orkugjafa, það er gott fyrir jörðina, landbúnaðinn og efnahaginn. Repjuræktun eflir sjálfbærni íslensk samfélags og styrkir íslenska atvinnuvegi. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar