Velferðarsamfélag – í alvöru! Skúli Helgason skrifar 15. september 2020 17:26 Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Skóla - og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skúli Helgason Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun