Trump gefur TikTok blessun sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 09:47 Trump sagði í gær að hann gæfi yfirvofandi samningi TikTok við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart blessun sína. Getty/Alex Wong/Avishek Das Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33