Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 18:32 Heiðagæsahópurinn sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið. „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Dýr Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi.
Dýr Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira