Xi tilkynnti óvænt um að Kína stefni að kolefnishlutleysi 2060 Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:57 Xi Jinping, forseti Kína, sendi allsherjarþinginu myndbandsávarp. Þar tilkynnti hann um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kínverja. AP/UNTV Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi. Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi.
Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35