Sum fyrirtæki verði að víkja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 12:37 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræddi áhrif kórónuveirufaraldursins í Sprengisandi í morgun. Vísir Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira