Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2020 17:46 Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu. Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44
Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35