Öryggisnetið á að grípa fólkið fyrst Drífa Snædal skrifar 2. október 2020 14:30 Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun