Konur í nýsköpun Huld Magnúsdóttir skrifar 5. október 2020 08:00 Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar