Skemmdarverk unnin á Trans-Jesú í skjóli nætur Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 17:53 Jesú var skrapaður af í skjóli nætur. Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“ Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“
Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent