Deila Nóbelnum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir á svartholum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 10:17 Fulltrúa sænsku Nóbelsnefndarinnar með glæru með myndum af verðlaunahöfunum í Stokkhólmi í morgun. AP/Frederik Sandberg/TT Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira