Geiturnar þrjár og tröllið ógurlega Baldur Thorlacius skrifar 6. október 2020 13:00 Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Baldur Thorlacius Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun