Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 22:00 Boeing 757 þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Vísir. Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar: Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar:
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39