Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:32 Seinni bylgjan valdi bestu félagsskiptin fyrir þetta tímabil í OIís deild karla og hér eru þeir fimm efstu. Skjámynd/S2 Sport Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Sjá meira
Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Sjá meira